Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Laugardalurinn er dýrmætt svæði í augum borgarbúa. Undanfarna áratugi hefur verið byggð upp margvísleg aðstaða þar fyrir fólk að verja tíma sínum til íþróttaiðkunnar, leikja, útivistar og fræðslu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn setur svip sinn á dalinn og hefur notið síaukinna vinsælda.

Í garðinum eru fleiri dýr en margan grunar. Íslensk húsdýr, villt íslensk spendýr, fuglar og framandi dýr frá ýmsum heimshornum.

Á sumrin eru leiktæki opin og um helgar á veturna sé þess kostur. Kastalar, hlaupaköttur og fleira er alltaf opið. Síðan er líka gaman að rölta um í fallegu umhverfi.

Veitingahús er rekið allt árið í garðinum og að auki er sjoppa í Fjölskyldugarðinum á sumrin. Rafmagnsgrill standa öllum gestum til boða og þar er hægt að elda sinn eigin mat.

Sjá meira

#borginokkar