Evrópska kvikmyndahátíðin (EFA)

Desember 2022

Evrópska kvikmyndahátíðin (EFA) var stofnuð árið 1988. Að hátíðinni koma nú yfir 3000 evrópskir kvikmyndasérfræðingar sem hafa það að markmiði að efla evrópska kvikmyndamenningu. Á hátíðinni eru ráðstefnur, málstofur og námskeið til að byggja brú á milli sköpunar og iðnaðarins.

Hápunkturinn er svo verðlaunahátíðin sem haldin verður á Íslandi í ár. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín og þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu.

Hátíðin laðar ávallt til sín fjölmarga erlenda gesti, fagfólk sem tengist kvikmyndaheiminum og blaðamenn og því má búast við að hátíðin verði góð kynning fyrir Ísland og íslenska kvikmyndagerð og menningu. Ráðgert er að hátt í 1.400 gestir verði viðstaddir verðlaunahátíðina sjálfa.

RÚV mun sjá um útsendingu frá kvikmyndaverðlaununum þann 12. des 2020 en viðburðurinn verður sendur út til evrópskra sjónvarpsstöðva og að sjálfsögðu sýndur á RÚV.

 

 

 

#borginokkar