Skip to main content

Borgarkortið


Borgarkortið er þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til að upplifa borgina okkar.

Borgarkortið veitir frían aðgang að fjölda safna og sundlauga ásamt því að gilda sem aðgangseyrir í strætó innan höfuðborgarsvæðisins og Viðeyjarferjuna. Að auki veitir kortið afslætti í ýmsum verslunum og af þjónustu.

Aðgangur að söfnum er ókeypis fyrir börn undir 18 ára en það er rukkað fyrir 6 ára og eldri í strætó og 7 ára og eldri í Viðeyjarferjuna. Einnig er rukkað fyrir 6 ára og eldri í sundlaugar og 5 ára og eldri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Til að auðvelda fjölskyldum að verja skemmtilegu fríi í borginni bjóðum við upp á Borgarkort fyrir börn á lækkuðu verði. Kortin gilda í sama tíma, 1 sólarhring, 2 sólarhringa og 3 sólarhringa.

Gott er að vita að eldri borgarar (70+) fá frían aðgang að sundlaugum Reykjavíkur og söfnum í eigu borgarinnar. Auk þess býður Listasafn Íslands, Safnahúsið og Þjóðminjasafnið eldri borgurum (67+) 50% afslátt af aðgangseyri.

Hægt að kaupa Borgarkort Reykjavíkur rafrænt hér á heimasíðunni. Einnig er hægt að nálgast kortið á eftirfarandi aðgangsstöðum:

Listasafni Íslands

Þjóðminjasafni Ísland

Safnahúsinu Hverfisgötu

Borgarsögusafni Reykjavíkur - Árbæjarsafni

Borgarsögusafni Reykjavíkur - Sjóminjasafn

Borgarsögusafni Reykjavíkur - Ljósmyndasafn

Borgarsögusafni Reykjavíkur - Landnámssýning

Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafn

Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi

Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum

Hægt er að virkja kortið þegar það er sótt eða þú getur beðið um að það sé virkjað á ákveðnum tíma ef þú ætlar þér ekki að nota það strax. Þegar kortið hefur verið virkjað gildir það í 24, 48 eða 72 klukkustundir, eftir því hvernig kort þú valdir.

Borgarkort verð 2020:

                            Fullorðnir    Börn 6-18 ára
24 klukkutímar   4.000 kr.     1.650 kr.
48 klukkutímar   5.600 kr.     2.650 kr.
72 klukkutímar   6.900 kr.     3.600 kr.

 

Borgarkortið veitir aðgang að:

Öllum sundlaugum Reykjavíkur.

Viðeyjarferjunni

Listasafni Íslands

Þjóðminjasafn Ísland

Strætó

Árbæjarsafni

Sjóminjasafninu í Reykjavík

Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Landnámssýningunni

Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Safnahúsinu

Ásmundarsafni

Hafnarhúsi

Kjarvalsstöðum

 

Borgarkortið veitir eftirfarandi afslætti:

Afþreying:

Aurora Reykjavík – 50% afsláttur í The Northern Lights Centre

Bíó Paradís – 25% afsláttur af miðaverði

Harpa – 25% afsláttur af leiðsögn

Sögusafnið – 10% afsláttur af aðgangseyri

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi – 2 fyrir 1 í mínigolf frá júní til ágúst

The Cinema, við höfnina – 20% afsláttur af aðgangseyri

Expo skálinn – 20% afsláttur af aðgangseyri

Reðursafnið – 20% afsláttur af aðgangseyri

Sinfóníuhljómsveit Íslands – 10 % afsláttur af miðaverði á vikulega tónleika og opnar æfingar.

Whales of Iceland, hvalasýningin – 30% afsláttur af aðgangseyri

 

Veitingastaðir og kaffihús:

Fiskifélagið  – 10% afsláttur af matseðli

Geysir Bistro – 10% afsláttur af matseðli

Hannesarholt – 10% afsláttur af matseðli

Höfnin – 15% afsláttur af matseðli

Kopar – 10% afsláttur af matseðli

Lebowski Bar – 10% afsláttur af matseðli, Happy Hour daglega frá 16 - 19

MAR – 15% afsláttur af matseðli

Ning‘s – 10% afsláttur af matseðli

Pho Vietnamese restaurant – 10% afsláttur af matseðli

Restaurant Reykjavík – 10% afsláttur af matseðli

Rossopomodoro – 10% afsláttur af matseðli

Sjávargrillið – 10% afsláttur af matseðli

Verslanir

Handprjónasambandið – Keyptu prjónaða peysu og fáðu fría Varma sokka.

Systur & Makar – 10% af öllum vörum

 

Ferðir:

Elding Whale Watching – 10% afsláttur af öllum ferðum

Gray Line Iceland – 25% afsláttur af Greater Area Reykjavík Sightseeing tour (AH10) 

Íshestar – 15% afsláttur af Lava horse tour kl. 14:00

Reykjavík Bike & Segway Tours – 10% afsláttur af Classic Reykjavik Bike Tour, Reykjavik Segway Tour & hjólaleigu.

Season Tours – 10% afsláttur af Golden Circle Tour

Special Tours Wildlife Adventures – 10% afsláttur af ferðum

 

Sundlaugar:

Kópavogslaug & Salalaug – 50% afsláttur af aðgangseyri

Sundhöll Hafnarfjarðar, Ásvallalaug & Suðurbæjarlaug – 2 fyrir 1 af aðgangseyri

Seltjarnarneslaug – 50% afsláttur af aðgangseyri