• Heim
  • Borgarbókasafnið Spönginni

Borgarbókasafnið Spönginni

Bókasafnið í Spönginni er nýjasta safn Borgarbókasafnsins. Sýningarhaldið í Spönginni er blómlegt og við bjóðum að auki upp á spennandi viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa; tónleika, fyrirlestra, smiðjur og ýmislegt fleira!

Bókasafnið býður upp á fjölbreyttan safnkost. Dagblöðin eru keypt á safnið og er kjörið að lesa þau að lesa þau, eða nýjustu tímaritin, yfir rjúkandi kaffibolla í björtu rýminu á neðri hæðinni hjá okkur. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni!

Safnið er á tveimur hæðum og er bæði lyfta og stigi milli hæða. Á neðri hæð er afgreiðsla, upplýsingaþjónusta, barnadeild, unglingadeild, úrval af tímaritum, myndböndum og tónlist. Á efri hæð er að finna skáldsögur og fræðibækur af ýmsu tagi. Þar er einnig góð aðstaða til að lesa, læra og fræðast, bæði úti við stóra gluggana og í lokuðum rýmum. Herbergin tvö á efri hæðinni má einnig bóka til afnota fyrir fundi, með því að hringja í okkur eða senda okkur tölvupóst! Hjá okkur komast gestir á þráðlaust net og geta fengið aðgang tölvum og prentara gegn vægu gjaldi.

Nánari upplýsingar hér

#borginokkar