• Heim
  • Borgarbókasafnið Grófinni

Borgarbókasafnið Grófinni

Bókasöfn eru mikilvæg gátt inn í samfélagið og þess vegna tökum við vel á móti öllum. Í menningarhúsunum okkar er fjöldi viðburða í hverri viku og góður safnkostur; bókmenntir, kvikmyndir, tónlist, dagblöð og tímarit. Í safninu eru nú um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. 

Bókasafnið er staður fyrir einstaklinga að mæla sér mót og hópa að koma saman. Í öllum menningarhúsunum eru svokallaðir heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Netinu. Við viljum stuðla að því að fólk geti myndað ný félagsleg tengsl og byggt brú á milli menningarheima og þekkingarsviða.

Nánari upplýsingar: www.borgarbokasafn.is

#borginokkar