• Heim
  • Borgarbókasafnið Gerðubergi

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi; bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, salaleiga, kaffihús og félagsstarf. Bókasafnið er afar bjart og rúmgott. Þar er frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa og mjög gott úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. 

Við hvetjum gesti okkar til að nýta sér notalegar og bjartar vistarverur okkar hvort sem þeir vilja glugga í bækur og tímarit, hitta vini og kunningja, sinna heimanámi, halda námskeið og ráðstefnur eða fikta sig áfram á Tilraunaverkstæðinu. Cocina Rodriguez býður upp á góðar veitingar í notalegu umhverfi og er frábær viðkomustaður jafnt fyrir íbúa og gesti sem eiga leið um Breiðholtið. Hjá okkur getur þú komist á netið og fengið aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi.

Sjá meira

#borginokkar