• Heim
  • Borgarbókasafnið Árbæ

Borgarbókasafnið Árbæ

Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og við erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða við val og leit að efni. Við hvetjum gesti okkar til að nýta aðstöðuna sem í boði er, hvort sem þeir vilja glugga í bækur og tímarit, hitta kunningja, sinna heimalærdómi eða sækja þá viðburði sem í boði eru hverju sinni. Við vekjum sérstaka athygli á saumahorninu þar sem gestir safnsins geta gert við og saumað það sem þeim dettur í hug á nýju saumavélarnar okkar.. Af föstum dagskrárliðum má nefna prjónakaffið okkar sívinsæla, Skrifstofuna og leshringinn. Einnig er boðið upp á heimanámsaðstoð í samvinnu við Rauða krossinn. 

 Hjá okkur er góð aðstaða til lesturs, lærdóms og samveru. Við erum með þráðlaust net og þú getur fengið aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi.

Nánari upplýsingar hér 

#borginokkar