.

Bláfjöll

Bláfjöll er stærsta skíðasvæðið á Íslandi og þekkt fyrir sína sérstöku náttúrufegurð. Bláfjöll bjóða upp á skíðaleigu og skíðakennslu og þegar svæðið er opið er hægt að taka rútu frá Reykjavík til Bláfjalla. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er alhliða útivistarsvæði fyrir vetraríþróttir, sem þjónustar skíða-, snjóbretta- og gönguskíðafólk. Kappkostað er á hverju ári að bæta svæðið stöðugt fyrir alla iðkendur.
Þjónustumiðstöð er í Bláfjallaskála, en einnig er boðið upp á veitingasölu í skálum skíðafélaganna.

Sveitarfélögin Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður reka í sameiningu skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

Skíðabrekkur

 

Í Bláfjöllum eru skíðabrekkur við allra hæfi. Snjógirðingar tryggja bestu snjósöfnun svo hægt sé að opna sem fyrst, og fjölgar þeim á hverju ári. Byrjendabrekkur eru við skála, og snjógarður er með stökkpalla fyrir snjóbretta- og freestyle skíðafólk.

Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum. Nánar um gönguskíðasvæðið

Miðasala

Allir sem kaupa miða þurfa að hafa Skidata kort sem síðan er fyllt á. Skidata kortið eða “harða kortið” eins og það er stundum kallað er m.a. hægt að fá í völdum bensínstöðvum og í miðasölu við Bláfjallaskála. Hægt er að fylla á það á skidasvaedi.is. Verðskrá 

Rútuferðir

Alla opnunardaga fer áætlunarrúta til og frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Hægt er að taka rútuna báðar leiðir, eða aðra leið í lok dags. Rútuáætlun

Skíða- og brettaleiga

Í Bláfjöllum og Skálafelli eru starfræktar skíðaleigur með búnaði í hæsta gæðaflokki.

Í boði eru svigskíði, snjóbretti og gönguskíði.

Í Bláfjöllum er leigan staðsett í kjallara Bláfjallaskála.

Í Skálafelli er leigan staðsett í gámahúsi við bílastæðið.

Opnunartími er sá sami og í brekkurnar

Verið velkomin!

Sjá meira

#borginokkar