.
Bláfjöll

Bláfjöll er stærsta skíðasvæðið á Íslandi og þekkt fyrir sína sérstöku náttúrufegurð. Bláfjöll bjóða upp á skíðaleigu og skíðakennslu og þegar svæðið er opið er hægt að taka rútu frá Reykjavík til Bláfjalla.

Sveitarfélögin Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður reka í sameiningu skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

Sjá meira

#borginokkar